Hoppa yfir valmynd

Kvörtun Nova gegn Vodafone um óumbeðin fjarskipti vísað frá vegna aðildarskorts

Tungumál EN
Heim

Kvörtun Nova gegn Vodafone um óumbeðin fjarskipti vísað frá vegna aðildarskorts

17. janúar 2018

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 1/2018 vísað frá kvörtun Nova ehf. gegn Fjarskiptum hf. (Vodafone) um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs viðskiptavina félagsins með því að senda þeim án heimildar óumbeðin fjarskipti í markaðslegum tilgangi.

Það er niðurstaða PFS að Nova geti ekki átt aðild að slíku máli, enda sé um að ræða ákvæði fjarskiptalaga sem lýtur að vernd friðhelgi einkalífs einstaklinga. Í ákvörðuninni segir m.a. um þetta:

„Almennt getur aðili, hvort sem er einstaklingur eða lögaðili, ekki átt aðild að máli er varða hagsmuni þriðja aðila, en þá er talið skorta að viðkomandi eigi beinna og sérstakra hagsmuna að gæta varðandi úrlausn máls. Þegar ágreiningur varðar mögulegt brot á friðhelgi einkalífs er það sérstaklega brýnt, að áliti PFS, að sá einstaklingur sem meint brot beinist gegn og þurft hefur að þola slíka misgjörð hafi frumkvæði og eigi aðild að stjórnsýslumáli þar sem skorið úr meint brot. Því síður kemur til álita, að mati PFS, að lögaðili sem á viðskiptalega og fjárárhagslega hagsmuna að gæta geti átt aðild að stjórnsýslumáli er varðar meint brot á ákvæðum laga sem lýtur að friðhelgi einkalífs einstaklinga.“

Þegar kvartandi uppfyllir ekki skilyrði fyrir því að eiga aðild að stjórnsýslumáli er um ræða aðildarskort sem leiðir til frávísunar kvörtunar.

Sjá ákvörðunina í heild:

Ákvörðun PFS nr. 1/2018 - Frávísun á kvörtun Nova

 

 

Til baka