Hoppa yfir valmynd

Öryggisgalli í Huawei HG532 beinum

Tungumál EN
Heim

Öryggisgalli í Huawei HG532 beinum

5. janúar 2018

Fyrirtækið Huawei hefur gefið út viðvörun vegna veikleika í Huawei HG532 netbeinum (routers) sem gefið hefur verið einkennið CVE-2017-17215 [1]. Kóði til að nýta veikleikann hefur nú verið gerður opinber og m.a. nýttur til að dreifa  spillikóða. Veikleikinn liggur í útfærslu Huawei á Universal Plug and Play (UPnP) og TR-064 staðlinum sem auðveldar uppsetningu UPnP búnaðs á staðarnetum. Enn sem komið eru ekki þekktar öryggisuppfærslur sem taka á þessum galla.

Sjá nánar á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS

Til baka