Yfirlit PFS yfir bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts vegna ársins 2016
21. desember 2017Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2016. Þetta er gert í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda.
Niðurstaða stofnunarinnar eftir skoðun gagnanna er að kostnaðarbókhald og bókhaldslegur aðskilnaður ÍSP sé í samræmi við viðurkennda aðferðarfræði og ákvæði laga um póstþjónustu og fyrrnefnda reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekanda.
Sú neikvæða afkoma sem birtist í starfsþáttayfirliti félagsins vegna samkeppni innan alþjónustu skýrist að mesti leyti af dreifingu erlends pósts eða sem nemur 649 millj. kr. af 791 millj. kr. tapi. Þetta tap á einkum rót sína að rekja til þeirra alþjóðlegu endastöðvasamninga sem ÍSP er bundin af, en mikil aukning á erlendum póstsendingum hefur einnig áhrif á tilfærslu kostnaðar innan kostnaðarmódels ÍSP frá einkarétti yfir á samkeppni innan alþjónustu. Þetta þýðir að þær vörur sem falla undir samkeppni innan alþjónustu bera hlutfalslega hærri kostnað af rekstri dreifikerfisins en áður. Kostnaður vegna fækkunar útburðardaga í dreifbýli lækkar, sbr. ákvörðun PFS nr. 34/2015.
Sjá nánar:
Yfirlit vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2016
Til baka