Hoppa yfir valmynd

PFS gefur út tíðniheimildir fyrir háhraðafarnetsþjónustu

Tungumál EN
Heim

PFS gefur út tíðniheimildir fyrir háhraðafarnetsþjónustu

14. júlí 2017

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út tíðniheimildir fyrir háhraða farnetsþjónustu sem boðnar voru upp í maí sl. Þar með er umræddu tíðniuppboði formlega lokið.

Heildarupphæð boða í heimildirnar var 159.800.000 ISK,- kr. Þessir fjármunir renna í ríkissjóð, að frádregnum afslætti af verði tíðniheimilda á 700 og 800 MHz sem veittur var samkvæmt skilmálum uppboðs í samhengi við kröfur um útbreiðslu háhraðafarneta. Heimildum á 700 og 800 MHz fylgir skylda til að bjóða háhraðafarnetsþjónustu til 99% byggðra svæða og að byggja upp samtals 14 nýja sendistaði utan byggða.

Tíðniheimildirnar sem gefnar voru út eru eftirfarandi (PDF skjöl):

 

 

Til baka