PFS gefur út tíðniheimildir fyrir háhraðafarnetsþjónustu
14. júlí 2017Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út tíðniheimildir fyrir háhraða farnetsþjónustu sem boðnar voru upp í maí sl. Þar með er umræddu tíðniuppboði formlega lokið.
Heildarupphæð boða í heimildirnar var 159.800.000 ISK,- kr. Þessir fjármunir renna í ríkissjóð, að frádregnum afslætti af verði tíðniheimilda á 700 og 800 MHz sem veittur var samkvæmt skilmálum uppboðs í samhengi við kröfur um útbreiðslu háhraðafarneta. Heimildum á 700 og 800 MHz fylgir skylda til að bjóða háhraðafarnetsþjónustu til 99% byggðra svæða og að byggja upp samtals 14 nýja sendistaði utan byggða.
Tíðniheimildirnar sem gefnar voru út eru eftirfarandi (PDF skjöl):
- Fjarskipti hf. fær þrjár tíðniheimildir:
- Tíðniheimild D2 á 800 MHz gildir í 15 ár
- Tíðniheimild F á 2100 MHz gildir til 30. mars 2022
- Tíðniheimild I á 2600 MHz gildir í 15 ár
- Nova hf. fær þrjár tíðniheimildir:
- Tíðniheimild C2 á 800 MHz gildir í 15 ár
- Tíðniheimild G á 2100 MHz gildir til 30. mars 2022
- Tíðniheimild J og K á 2600 MHz gildir í 15 ár
- Síminn hf. fær fjórar tíðniheimildir:
- Tíðniheimild A á 700 MHz gildir í 15 ár
- Tíðniheimild B á 700 MHz gildir í 15 ár
- Tíðniheimild E á 2100 MHz gildir til 30. mars 2022
- Tíðniheimild H á 2600 MHz gildir í 15 ár
- Yellow Mobile B.V. fær eina tíðniheimild:
- Tíðniheimild L á 2600 MHz gildir í 15 ár
Sjá nánar um uppboðið, undirbúning þess og niðurstöður.
Sjá einnig upplýsingar um öll fjarskiptafyrirtæki með tíðniheimildir.
Til baka