Hoppa yfir valmynd

Niðurfellingu viðbótarafslátta Íslandspósts frestað

Tungumál EN
Heim

Niðurfellingu viðbótarafslátta Íslandspósts frestað

30. júní 2017

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið bráðabirgðaákvörðun nr. 9/2017 þess efnis að ákvörðun Íslandspóst, um niðurfellingu á svokölluðum viðbótarafsláttum vegna reglubundina viðskipta er frestað, þar til fullnægjandi rökstuðningur hefur borist af hálfu Íslandspósts og hann samþykktur af stofnuninni. Í dag eru það einkum söfnunaraðilar sem hafa fengið þennan afslátt vegna viðskipta sinna við fyrirtækið. 


Sjá nánar í ákvörðun PFS:

Ákvörðun PFS nr. 9/2017 Bráðabirgðaákvörðun vegna niðurfellingar Íslandspósts ohf. á viðbótarafsláttum

 

 

Til baka