Hoppa yfir valmynd

Samráð um endurskoðun á alþjónustuskyldum Mílu um að útvega og viðhalda tengingum við almenna fjarskiptanetið

Tungumál EN
Heim

Samráð um endurskoðun á alþjónustuskyldum Mílu um að útvega og viðhalda tengingum við almenna fjarskiptanetið

21. júní 2017

Um næstu áramót fellur úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 4/2016 um útnefningu Mílu með alþjónustukvöð um að útvega og viðhalda tengingu við almenna fjarskiptanetið.

Í ljósi þess að fleiri fyrirtæki eru farin að leggja aðgangsnet þarf m.a. að kanna hvort tilefni er til að aflétta þessari kvöð í tilteknum sveitarfélögum.

PFS hefur tekið saman nokkur almenn skilyrði sem til greina kemur að horfa til í þessu sambandi og kallar nú eftir samráði við hagsmunaaðila um þau, sjá samráðsskjal hér fyrir neðan.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 7. júlí 2017. Athugasemdir skal senda á netfangið fridrik(hjá)pfs.is.

Samráð um viðmið vegna endurskoðunar á alþjónustuskyldum Mílu

 

 

Til baka