Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum

Tungumál EN
Heim

PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum

30. maí 2017

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur, eftir samráð við Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkt með ákvörðunum gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum, nr. 4/2008, 5/2008 og 6/2008. Þetta eru ákvörðun nr. 5/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar, ákvörðun nr. 6/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir bitastraumsaðgang og ákvörðun nr. 7/2017 -Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína.

Ákvörðun nr. 5/2017

PFS samþykkir breytingar á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum. Meginbreytingin fellst í því að í stað mismunandi gjalda fyrir aðgang að heimtaug verður eitt aðgangsgjald, 1.406 kr. á mánuði, án vsk. Aðgangsgjaldið verður óháð því hvort notandi nýtir efra eða neðra tíðnisvið heimtaugarinnar eða bæði. Þá mun stofngjald heimtauga haldast óbreytt, 3.166 kr., en aðgangur að tengigrind verður 1.104 kr./mán. fyrir hverjar 100 línur. Sjá nánar í skjölunum sjálfum:

Ákvörðun PFS nr. 5/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar

Ákvörðun nr. 6/2017

PFS samþykkir breytingar á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir xDSL þjónustu fyrirtækisins á aðgangsleið 1 og 3. Einnig samþykkir PFS gjaldskrá Mílu fyrir opinn sýndaraðgang (VULA). Verðlagning á aðgangsleið 2 verður samkvæmt gjaldskrá Mílu fyrir Ethernetþjónustu og mun stofnnet Mílu selja þessa þjónustu beint til viðskiptavina. Breytingin á gjaldskránni felur í sér að aðgangur að heildsöluskiptum verður nú innifalinn í mánaðarverðum á xDSL þjónustu Mílu. Vegna breytinga á gjaldskrá fyrir heimtaugaleigu samkvæmt ákvörðun PFS nr. 5/2017 verður leiga á efra tíðnisviði heimtaugar ekki lengur innifalin í mánaðarverðum fyrir ADSL/VDSL bitastraumstengingar. Mánaðarverð ADSL og VDSL tenginga á aðgangsleið 1 verður 691 kr. og 1.205 kr. á aðgangsleið 3. Í viðauka I við ákvörðunina má finna gjaldskrána fyrir bitastraumsþjónustu Mílu í heild sinni. Sjá nánar í skjölunum sjálfum:

Ákvörðun PFS nr. 6/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir bitastraumsaðgang

Ákvörðun nr. 7/2017

PFS samþykkir breytingar á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína. Niðurstaða kostnaðargreiningar Mílu er að gjaldskráin hækki að meðaltali um 14% frá núverandi gjaldskrá fyrir mánaðargjöld. Hækkunin er í samræmi við verðlagsþróun frá því síðasta heildarendurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína var gerð árið 2011. Gjaldskráin tekur mið af hækkun á mánaðargjaldi fyrir aðgang að koparheimtaugum Mílu samkvæmt ákvörðun PFS nr. 5/2017. Í viðauka I við ákvörðunina má finna gjaldskrána fyrir lúkningarhluta leigulína Mílu í heild sinni. Sjá nánar í skjölunum sjálfum:

Ákvörðun nr. 7/2017 -Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína

 

 

 

Til baka