Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um synjun á aukatíðni fyrir Útvarp Sögu

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um synjun á aukatíðni fyrir Útvarp Sögu

2. mars 2017

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum í máli nr. 7/2016 staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 15/2016 þar sem synjað er beiðni Útvarps Sögu um aukatíðni til notkunar á höfuðborgarsvæðinu og áskilið að útvarpsstöðin hætti notkun sinni á tíðninni 102,1 MHz.

FM tíðnir eru takmörkuð auðlind og því hefur það verið föst regla sl. 18 ár að hver dagskrá fái aðeins leyfi fyrir notkun á einn tíðni á sama svæði. 

Í júní 2015 var gefin út skammtímaheimild til Útvarps Sögu fyrir tíðnina 102,1 MHz til þess að félagið gæti gert prófanir á útsendingum með henni. Gildistími heimildarinnar var til 31. júlí 2015 en hann var síðan framlengdur nokkrum sinnum. Um leið og tímabundna heimildin var gefin út var Útvarpi Sögu gerð grein fyrir því að ef vilji væri fyrir því að fá langtímaheimild fyrir notkun á tíðninni 102,1 MHz þyrfti félagið að skila inn tíðninni 99,4 MHz sem stöðin hefur notað frá upphafi.

Útvarpi Sögu hefur staðið til boða að halda þeirri tíðni sem hentar betur og skila hinni inn. Það boð stendur enn.

Þetta mál hefur nokkuð verið til umfjöllunar bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, þar sem ekki hefur alltaf verið stuðst við staðreyndir.  Í desember sl. birti stofnunin því sérstaka frétt þar sem farið er yfir helstu staðreyndir og þætti málsins.

Sjá úrskurð úrskurðarnefndar í heild:

Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2016 - Kæra SagaNet-Útvarp Saga ehf. á ákvörðun PFS nr. 15/2016 frá 25. október 2016.

 

 

Til baka