Hoppa yfir valmynd

Skýrsla frá Íslandspósti um áhrif þess að fækka dreifingardögum í sveitum

Tungumál EN
Heim

Skýrsla frá Íslandspósti um áhrif þess að fækka dreifingardögum í sveitum

1. mars 2017

Íslandspóstur (ÍSP) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) skýrslu þar sem farið er yfir áhrif þess að fækka dreifingardögum í dreifbýli en félaginu var veitt leyfi til þess í lok ársins 2015 mákvörðun PFS nr. 34/2015. Ákvörðunin byggði m.a. á breytingu sem gerð var á reglugerð um alþjónustu nr. 364/2003, þar sem sett voru ákveðin kostnaðarviðmið fyrir fækkun dreifingardaga í dreifbýli.

Í ákvörðuninni var m.a. óskað eftir að fyrirtækið tæki saman skýrslu um endanlegan sparnað fyrirtækisins af breytingunum, sem og helstu vandamál sem upp hafi komið og hvernig Íslandspóstur hafi brugðist við þeim. Sú skýrsla hefur nú borist stofnuninni og hana er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Skýrsla Íslandspósts um áhrif fækkunar dreifingardaga í sveitum

 

 

Til baka