Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptasjóður opnar fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017

Tungumál EN
Heim

Fjarskiptasjóður opnar fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017

9. desember 2016

Fjarskiptasjóður hefur birt frétt á vef sínum þar sem opnað er fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Þar kemur fram að mikil áhersla er lögð á hagkvæma samlegð með öðrum mögulegum veituframkvæmdum og nýtingu fyrirliggjandi innviða. Verkefnið Ísland ljóstengt hófst formlega síðastliðið vor og á árinu 2016 náði ríkisstyrkt uppbygging sveitarfélaga til um 1.000 heimila og fyrirtækja víða um land.

Markmiðið er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja eigi kost á amk. 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Eftir er að leggja ljósleiðara til um 3.000 bygginga til að ná því markmiði.

Sjá fréttina á vef Fjarskiptasjóðs

 

Sjá einnig upplýsingar um ljósleiðarauppbyggingu og ríkisstyrki hér á vefnum.

 

Til baka