Hoppa yfir valmynd

Yfirlit PFS yfir bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts vegna ársins 2015

Tungumál EN
Heim

Yfirlit PFS yfir bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts vegna ársins 2015

8. desember 2016

Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2015. Þetta er gert í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda.

Eins og fram kom í yfirliti PFS, dags. 30. júní 2015, ákvað ÍSP að fara út í smíði nýs LRAIC kostnaðarlíkans, m.a. til að innleiða þau fyrirmæli sem fram komu í ákvörðun PFS nr. 18/2013. Líkanið og forsendur þess og aðferðarfræði við skiptingu kostnaðar fyrirtækisins hafa verið yfirfarin hjá stofnuninni. Áfram verður unnið að þróun líkansins af hálfu ÍSP enda um viðvarandi verkefni að ræða.

Niðurstaða stofnunarinnar eftir skoðun gagnanna er að kostnaðarbókhald og bókhaldslegur aðskilnaður ÍSP sé í samræmi við viðurkennda aðferðarfræði og ákvæði laga um póstþjónustu og fyrrnefnda reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekanda.

Eins og kemur fram í yfirliti PFS fyrir árið 2015 hér fyrir neðan telur stofnunin að verðgrundvöllur einkaréttar hjá ÍSP sé í samræmi við 16. gr. laga um póstþjónustu, en PFS ber lögum samkvæmt að samþykkja gjaldskrá félagsins innan einkaréttar. Aðrar gjaldskrár ÍSP eru ekki háðar samþykki PFS.

Í gjöldum einkaréttar er meðtalinn sá kostnaður sem einkarétti er heimilt að greiða niður vegna alþjónustu sem ekki fellur undir einkarétt í samræmi við 2. málsl. 6. mgr. 16. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu. Á það sérstaklega við um kostnað vegna útburðar í dreifbýli og rekstur afgreiðslunets eins og fram kemur í ákvörðun PFS nr. 17/2015 um forsendur og niðurstöðu ÍSP á fjárhagslegri byrði vegna alþjónustuskyldna og í ákvörðun PFS nr. 34/2015 um fækkun dreifingardaga í dreifbýli.

Sjá nánar:

Yfirlit vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2015

 

 

 

 

Til baka