Hoppa yfir valmynd

Samráð um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu fyrir bitastraumsaðgang

Tungumál EN
Heim

Samráð um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu fyrir bitastraumsaðgang

7. desember 2016

Þann 9. júní sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um drög Mílu að skilmálum uppfærðs viðmiðunartilboðs um bitastraumsaðgang. Stóð samráðið til 23. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá fjórum markaðsaðilum, þ.e. Símanum, Vodafone, Snerpu og Hringiðunni. Voru athugasemdirnar sendar Mílu til umsagnar og barst sú umsögn frá Mílu þann 6. október sl. Uppfærð drög Mílu að viðmiðunartilboði, þar sem félagið hafði tekið mið af fjölmörgum athugasemdum markaðsaðila, barst PFS síðan þann 12. október sl. Eftir síðastgreindan tímapunkt ákvað PFS að gera tillögur að fjórum nánar tilteknum breytingum á umræddu viðmiðunartilboði. PFS veitti Mílu færi á að tjá sig um umræddar breytingartillögur og barst svar Mílu þann 11. nóvember sl.

PFS hefur nú gert drög að ákvörðun í málinu og efnir hér með til samráðs um ákvörðunardrögin. Að innanlandssamráði loknu mun PFS uppfæra ákvörðunardrögin ef stofnunin metur þörf á því. Að því loknu mun PFS efna til samráðs við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og önnur fjarskiptaeftirlitsstjórnvöld á EES-svæðinu. Vonast PFS til þess að endanleg ákvörðun í málinu liggi fyrir í febrúar 2017.

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við meðfylgjandi ákvörðunardrög PFS, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Ef athugasemdir berast mun PFS meta þær og gera þær breytingar sem nauðsynlegar teljast áður en stofnunin sendir drög að ákvörðuninni til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. desember nk.

Sjá samráðsskjölin hér fyrir neðan

Drög að ákvörðun PFS um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu

Viðauki við ákvörðunardrög PFS - Fyrirmæli um breytingar

Viðmiðunartilboð Mílu um breiðbandsaðgang í heildsölu

 

 

Til baka