Hoppa yfir valmynd

PFS synjar umsókn um aukatíðni fyrir Útvarp Sögu á höfuðborgarsvæðinu

Tungumál EN
Heim

PFS synjar umsókn um aukatíðni fyrir Útvarp Sögu á höfuðborgarsvæðinu

27. október 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 15/2016 um synjun um úthlutun á aukatíðni fyrir Útvarp Sögu og stöðvun á notkun tíðninnar 102,1 MHz.
PFS heimilaði SagaNet ehf. á árinu 2015 að nota tíðnina 102,1 MHz tímabundið, í þeim tilgangi að prófa hvort hún hentaði betur til útvarpsdreifingar á höfuðborgarsvæðinu, heldur en tíðnin 99,4 MHz sem útvarpsstöðin hefur heimild til að nota.

Í apríl sl. sótti SagaNet ehf. um að fá varanlega heimild til þess að nota báðar tíðnirnar. Í ákvörðun PFS er umsókn SagaNet hf. hafnað og lagt fyrir fyrirtækið að hætta notkun á tíðninni 102,1 MHz þar sem tímabundið leyfi til prófana er útrunnið.

Ákvörðun PFS byggir á skyldu stofnunarinnar til þess að stuðla að skilvirkri og hagkvæmri notkun tíðnirófsins sbr. c-lið 2. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun, 14. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og  1. gr. reglugerðar nr. 1047/2011, um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum.
Vegna eftirspurnar eftir FM tíðnum á undanförnum árum er ekki svigrúm til þess að úthluta fleiri en einni tíðni til hvers aðila á sama svæði og hefur PFS hafnað öllum erindum þar að lútandi sl. 18 ár.  

Sjá ákvörðunarskjalið:
Ákvörðun PFS nr. 15/2016 (pdf)

Til baka