Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla netöryggissveitarinnar CERT-ÍS fyrir árið 2015 komin út

Tungumál EN
Heim

Ársskýrsla netöryggissveitarinnar CERT-ÍS fyrir árið 2015 komin út

26. ágúst 2016

Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS hefur sent frá sér skýrslu um starfsemi sína á árinu 2015. Í skýrslunni er farið yfir hlutverk, starfsumhverfi og helstu áherslur í starfi sveitarinnar á árinu.

Netöryggissveitin CERT-ÍS hefur verið formlega starfandi síðan árið 2013 þegar gildi tók reglugerð innanríkisráðherra um starfsemi hennar. Starfsemi sveitarinnar nær til fjarskiptafyrirtækja sem reka almenn fjarskiptanet og/eða veita aðgang að internetinu og internetþjónustu, en ekki til almennra notenda. Hlutverk hennar er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Einnig er sveitin tengiliður við erlendar netöryggissveitir fyrir hönd Íslands.

Ársskýrsla CERT-ÍS fyrir árið 2015

Sjá einnig vef sveitarinnar, www.cert.is

 

 

 

Til baka