Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir aðgang að heimtaugum

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir aðgang að heimtaugum

7. júlí 2016

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð Mílu fyrir heildsöluaðgang að heimtaugum til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Efnt var til innanlandssamráðs um nýtt viðmiðunartilboð Mílu um þetta efni 2. febrúar 2016 og stóð það til 1. mars sl. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum, Vodafone og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Fyrirhuguð ákvörðun byggist á ákvörðun PFS nr. 21/2014, um útnefningu Mílu með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir aðgang að heimtaugum og bitastraums (markaðir 4 og 5).

Það er niðurstaða PFS í þeim ákvörðunardrögum sem í dag voru send til ESA til samráðs að samþykkja umrætt viðmiðunartilboð Mílu um heildsöluaðgang að heimtaugum með tilteknum breytingum.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Geri ESA ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrögin mun hið nýja viðmiðunartilboð taka gildi frá birtingu endanlegrar ákvörðunar PFS sem áætla má að verði fljótlega í ágúst.

Skjalið á íslensku:
Drög að ákvörðun (pdf)
Viðauki við ákvörðun (pdf)

Skjalið á ensku:
Draft decision (pdf)
Appendix to decision (pdf)

 

Til baka