Hoppa yfir valmynd

Samráð PFS vegna fyrirhugaðrar úthlutununar UHF rásar til Omega Kristniboðskirkju fyrir sjónvarpsútsendingar á SV-landi

Tungumál EN
Heim

Samráð PFS vegna fyrirhugaðrar úthlutununar UHF rásar til Omega Kristniboðskirkju fyrir sjónvarpsútsendingar á SV-landi

5. apríl 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur til umfjöllunar umsókn frá Omega Kristniboðskirkju, um UHF rás fyrir sjónvarpssendingar á SV-landi. Stofnunin hefur í hyggju að úthluta Omega einni UHF sjónvarpsrás fyrir DVB-T á höfuðborgarsvæðinu fyrir dagskrá stöðvarinnar auk erlends endurvarps á nokkrum dagskrám.

Fyrirhugaður gildistími heimildar er 10 ár að því gefnu að myndmiðlunarleyfi Omega frá Fjölmiðlanefnd sé í gildi þann tíma.

Hafi markaðsaðilar málefnaleg og rökstudd andmæli fram að færa við fyrirhugaða úthlutun PFS skulu þau berast stofnuninni á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is fyrir lok miðvikudagsins 20. apríl nk.

 

 

 

 

Til baka