Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegur dagur útvarpsins 13. febrúar

Tungumál EN
Heim

Alþjóðlegur dagur útvarpsins 13. febrúar

12. febrúar 2016

UNESCO, mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna heldur alþjóðlegan dag útvarpsins þann 13. febrúar ár hvert. Þann dag fyrir 70 árum fór fyrsta útvarpsútsending Sameinuðu þjóðanna um heimsbyggðina og hófst með þessum orðum:  "Þetta eru hinar Sameinuðu þjóðir sem kalla til íbúa heimsins"

Á alþjóðlega útvarpsdeginum að þessu sinni verður sjónum beint að mikilvægi útvarpssendinga þegar hamfarir dynja yfir, en þær miklu hamfarir sem orðið hafa í heiminum undanfarin ár, bæði af náttúru- og mannavöldum, eru mikið áhyggjuefni fyrir alþjóðasamfélagið. Þar gegna útvarpssendingar lykilhlutverki því gott upplýsingastreymi er grundvöllur réttra viðbragða.

"Á tímum hörmunga og neyðarástands getur útvarp verið líflína" segir Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna. "Fyrir fólk í dreifðum samfélögum eða í miðjum hamförum, sem í örvæntingu leitar frétta, getur útvarpið borið upplýsingar sem bjarga lífum. Um leið og við byrjum að vinna að markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun skulum við nota útvarpið til framfara fyrir mannkynið. Á þessum alþjóðlega degi útvarpsins skulum við setja okkur að sanna að útvarp bjargar lífum."

Í sama tón tala aðalritari Alþjóðafjarskiptasambandsins, ITU og yfirmaður UNESCO, Irina Bokova

Alþjóðafjarskiptasambandið hefur einnig lagt áherslu á að tryggja tíðnir og staðla fyrir neyðarfjarskipti og m.a. var ákveðið að skoða sérstök tíðnisvið fyrir slík samskipti á heimsþingi sambandsins sem haldið var í nóvember sl.

Sjá fréttatilkynningu á vef Alþjóðafjarskiptasambandsins

Sjá einnig vefsíðu UNESCO um alþjóðlega útvarpsdaginn 2016

 

 

 

 

Til baka