Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði vegna nýs viðmiðunartilboðs Mílu fyrir heildsöluaðgang að heimtaugum

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði vegna nýs viðmiðunartilboðs Mílu fyrir heildsöluaðgang að heimtaugum

2. febrúar 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur borist uppfært viðmiðunartilboð Mílu fyrir heildsöluaðgang að heimtaugum. Með ákvörðun PFS nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum heimtauga og bitastraums var Mílu gert að uppfæra viðmiðunartilboð sitt á þessu sviði. Í því máli sem hér er til umfjöllunar eru skilmálar viðmiðunartilboðsins til meðferðar, aðrir en þeir er snúa að verðum. Um verðin er fjallað í öðru máli sem nú er til meðferðar hjá PFS, sbr. samráð um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum sem kallað var eftir 23. desember sl.

PFS hefur yfirfarið umrætt viðmiðunartilboð og viðauka þess og hefur ákveðið að leggja til tilteknar breytingar á því, sem sjá má í skjalinu sem er efst hér fyrir neðan.

Til samanburðar má sjá gildandi viðmiðunartilboð um aðgang að heimtaugum á vef Mílu

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við skilmála umrædds viðmiðunartilboðs og þær breytingar sem PFS leggur til, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði viðmiðunartilboðsins, eða viðauka þess, sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar sem stofnunin telur nauðsynlegar mun PFS senda drög að ákvörðun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 1. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Guðmann Bragi Birgisson (netfang: gudmann(hjá)pfs.is). PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Sjá samráðsskjölin:

 1. Tillögur PFS að breytingum á drögum Mílu að nýju viðmiðunartilboði fyrir opinn aðgang að heimtaugum
 2. Breytingar á RUO - lýsing
 3. Viðmiðunartilboð fyrir heildsöluaðgang að heimtaugum - grunnsamningur - með breytingum
 4. Viðauki 1a - Grunnþjónusta- með breytingum
 5. Viðauki 2a - Tækniskilmálar fyrir skiptan aðgang- með breytingum
 6. Viðauki 2b - Tækniskilmálar fyrir fullan aðgang - með breytingum
 7. Viðauki 2c - Tæknikröfur til ADSLVDSL2 merkja og línudeila til tengingar yfir POTS - með breytingum
 8. Viðauki 2d - Tæknikröfur til ADSLVDSL2 merkja og línudeila til tengingar yfir ISDN - með breytingum
 9. Viðauki 2e - Tækniskilmálar vegna aðgangs að koparlínu fyrir VDSL2 og reglur um aðgang að götuskáp
 10. Viðauki 2f - Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug- með breytingum
 11. Viðauki 2g - Aðgangur að ljósleiðaraheimtaugum í aðgangsneti Mílu
 12. Viðauki 2h - Gæðaviðmiðunarsamningur og gæðatrygging

 

 

Til baka