Hoppa yfir valmynd

Auglýsing vegna umsókna Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

Tungumál EN
Heim

Auglýsing vegna umsókna Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

6. nóvember 2015

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hafa borist umsóknir frá Mílu hf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna lagningar ljósleiðara á tveimur svæðum. Grundvallast umsóknirnar á ákvörðun PFS nr. 40/2014.

Annars vegar er um að ræða lagningu ljósleiðara í Fljótum og Flókadal/Haganesvík og hins vegar lagningu ljósleiðara í Húnaþingi vestra.

PFS auglýsir eftir mögulegum áhuga annarra aðila á því að byggja upp og reka ljósleiðaranet á viðkomandi svæðum með sömu skyldum og hvíla á alþjónustuveitanda. Skulu slíkir aðilar uppfylla eftirtalin skilyrði:

a) Hafa tilkynnt PFS um fjarskiptastarfsemi.
b) Hafa haldgóða reynslu af byggingu og rekstri ljósleiðarakerfa.
c) Leggi fram raunhæfa áætlun um framkvæmd verksins, með upplýsingum um hvernig verkið verði unnið, verkáætlun og tæknilegri högun ljósleiðarkerfisins.

Áhugasamir aðilar skulu senda svar til PFS á netfangið gudmunda(hjá)pfs.is fyrir kl. 12:00 þann 21.11.2015. Í svarinu skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á.

Sjá nánari upplýsingar um framkvæmdirnar

 

Til baka