Hoppa yfir valmynd

Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum – ný tölfræðiskýrsla PFS

Tungumál EN
Heim

Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum – ný tölfræðiskýrsla PFS

3. nóvember 2015

Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.

Skýrslan sem nú er birt sýnir tölfræði um fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2015. Hún inniheldur tölulegar upplýsingar um helstu þætti á markaðnum á fyrri hluta ársins og samanburð við stöðuna á fyrri hluta áranna á undan. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.

Sjá tölfræðiskýrsluna í heild:

Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2015

Ásamt skýrslunni er birt Excel skjal með bakgrunnsupplýsingum skýrslunnar í töflum og myndum.
Á tölfræðihluta vefs PFS má nálgast eldri tölfræðiskýrslur (PDF skjöl) og bakgrunnsupplýsingar (töflur og myndir) í Excel skjölum

Til baka