Hoppa yfir valmynd

Tvær ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts innan einkaréttar

Tungumál EN
Heim

Tvær ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts innan einkaréttar

29. september 2015

Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú tvær ákvarðanir sem báðar varða erindi frá Íslandspósti um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar.

Ástæða þess er fyrst og fremst sú að með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta og póstmála nr. 4/2014 var því hafnað að stofnunin gæti samþykkt erindi um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar að hluta, þ.e. eins og gögn málsins gefa tilefni til. Stofnunin gæti einungis hafnað eða samþykkt erindi fyrirtækisins, eins og það lægi fyrir á hverjum tíma.

Með ákvörðun nr. 26/2015 er erindi Íslandspósts, dags. 24. júlí sl., um hækkun upp á um 8,4% því hafnað, enda ekki forsendur að mati Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir hækkuninni.

Með ákvörðun nr. 27/2015, er hins vegar samþykkt erindi Íslandspósts, dags. 16. september 2015, um hækkun upp á um 4% miðað við fyrirliggjandi gögn frá Íslandspósti.

Nánari rökstuðning fyrir niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi erindi Íslandspósts er að finna í ákvörðununum sjálfum. 

Ákvörðun nr. 26/2015 - Synjun um hækkun á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar
Ákvörðun nr. 27/2015 - Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

Til baka