Hoppa yfir valmynd

Auðveldari leit í úrlausnum á vef PFS

Tungumál EN
Heim

Auðveldari leit í úrlausnum á vef PFS

15. september 2015

Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar hefur nú verið tekin í notkun sérstök leitarvél sem auðveldar leit í úrlausnum á vefnum. Í leitargrunninum eru allar ákvarðanir stofnunarinnar ásamt úrskurðum úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála frá árinu 1999. Hægt er að setja inn mismunandi forsendur til að leita eftir, svo sem ár, málaflokka eða lagagreinar fjarskipta- eða póstlaga sem úrlausnirnar byggja á.

Á niðurstöðusíðu hverrar úrlausnar er viðkomandi mál reifað og fram koma ýmsar upplýsingar, m.a. um málsaðila, þær lagagreinar sem á reynir hverju sinni og einnig eru tenglar í tengd mál og ef um er að ræða fleiri úrlausnir sem tengjast sama máli.

Frá því birting úrlausna á vefnum hófst 1999 er fjöldi mála orðinn yfir 400. Því þurfti sérstakt átaksverkefni til að skrá og flokka eldri mál og upplýsingar um þau inn í leitargrunninn. Var Arnar Stefánsson laganemi fenginn til þess verks. Sést hann hér á myndinni til hliðar.

Leitarvélina er að finna á öllum síðum undir flokknum Úrlausnir hér á vefnum.


Til baka