Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir nýja heildsölugjaldskrá Símans fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

Tungumál EN
Heim

PFS samþykkir nýja heildsölugjaldskrá Símans fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

1. júní 2015

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 10/2015 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Símans hf. á heildsöluverðum fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni.

Kostnaðargreining Símans fyrir aðgang að talsímaneti félagsins byggir á þeim kvöðum sem lagðar voru á fyrirtækið með ákvörðun PFS nr. 8/2013.

Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans þá eru helstu verðbreytingarnar fyrir fast forval og einn heilstæðan reikning (FFER) þær að aðgangsgjald að símstöð fyrir POTS port hækka um 1,6%, aðgangsgjald að símstöð fyrir ISDN port hækkar um 2,5% og ISDN stofntengingar (30 rásir) hækka um 3,9%.

Endurskoðuð gjaldskrá er birt í heild í viðauka I sem fylgir meðfylgjandi ákvörðun og mun gjaldskráin taka gildi frá og með 1. júlí n.k.

Frumdrög að ákvörðun voru lögð fyrir hagsmunaaðila til samráðs hér á vef stofnunarinnar þann 22. desember 2014. Athugasemdir bárust frá Hringiðunni ehf. og Símafélaginu ehf. Í viðauka II (sjá neðar) er að finna samantekt þeirra athugasemda sem bárust í innanlandssamráðinu og niðurstöður vegna þess.

Drög að ákvörðuninni, voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 24. apríl sl. Athugasemdir ESA hafa nú borist og gerði stofnunin ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrög PFS. Athugasemdir ESA má finna í viðauka III, sjá nánar í skjölunum hér fyrir neðan.

 

 

Til baka