Hoppa yfir valmynd

Þráðlausir hljóðnemar á 700 MHz tíðnisviðinu þurfa hugsanlega að víkja. Kallað eftir samráði.

Tungumál EN
Heim

Þráðlausir hljóðnemar á 700 MHz tíðnisviðinu þurfa hugsanlega að víkja. Kallað eftir samráði.

27. apríl 2015

Þann 22. apríl sl. kallaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) eftir samráði um nýja tíðnistefnu fyrir háhraða farnetsþjónustu. Þar er m.a. fjallað um 700 MHz tíðnisviðið þar sem nokkrir aðilar eru nú með víkjandi heimildir fyrir notkun þráðlausra hljóðnema. 

Ef í ljós kemur að loknu samráðinu að eftirspurn er eftir tíðnisviðinu fyrir háhraða aðgangs- og farnetsþjónustu áformar PFS að úthluta því sem fyrst fyrir þá notkun í samræmi við ákvörðun Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) og Fjarskiptaráð Evrópu (ECC).

Þá munu þeir sem hafa haft heimildir fyrir notkun þráðlausra hljóðnema á þessu tíðnisviði þurfa að víkja. 

Því kallar PFS sérstaklega eftir umsögnum þeirra sem nú reka þráðlausa hljóðnema (PSME) á 700 MHz tíðnisviðinu eða hyggjast reka slíka þjónustu,  almannaöryggisþjónustu (PPDR) og/eða þjónustu fyrir tæki í tæki, TíT (M2M).

Einkum er óskað eftir því að hagsmunaðilar láti í ljós skoðun sína á framtíðarnýtingu millikaflans á 700 MHz tíðnisviðinu þ.e. 738-743 MHz, 743-748 MHz, 748-753 MHz og 753-758 MHz. (Sjá SDL (A) svæðið sem merkt er með dökkbláum lit á myndinni hér fyrir neðan)

Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum er til kl. 12.00 föstudaginn 8. maí 2015. Svör skal senda til Þorleifs Jónassonar (thorleifur(hjá)pfs.is)

Sjá nánar:

Tilkynning um samráðið frá 22. apríl sl.

Umræðuskjal um stefnu PFS fyrir ákveðin tíðnisvið 2015 - 2018

  

700 MHz tíðnisviðið

700 MHz tíðnisviðið

Til baka