Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um endurskoðun á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um endurskoðun á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

24. apríl 2015

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Símans hf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðunardrögum stofnunarinnar (sjá meðfylgjandi samráðsskjöl).

Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans þá eru helstu verðbreytingarnar fyrir fast forval og einn heildstæðan reikning (FFER) þær að aðgangsgjald að símstöð fyrir POTS port hækkar um 1,6%, aðgangsgjald að símstöð fyrir ISDN port hækkar um 2,5% og ISDN stofntengingar (30 rásir) hækka um 3,9%.
Endurskoðuð verðskrá er birt í heild í viðauka I sem fylgir meðfylgjandi drögum að ákvörðun.

Á tímabilinu 22. desember 2014 til 13. febrúar sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar breytingar á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki. Athugasemdir bárust frá Hringiðunni ehf. og Símafélaginu ehf. Samantekt þeirra athugasemda sem bárust ásamt afstöðu PFS má finna í viðauka II með ákvörðunardrögum þessum.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA:

Skjölin á íslensku  Skjölin á ensku
Drög að ákvörðun - markaður 1 - Síminn - greining
Draft decision - Cost Analysis -market 1 - Siminn
Viðauki I - Gjaldskrá
Appendix I - Tariff
Viðauki II - Niðurstöður innanlandssamráðs
Appendix II - Results of national consultation

 

Til baka