Hoppa yfir valmynd

Varað við veikleika í Windows vefþjónum

Tungumál EN
Heim

Varað við veikleika í Windows vefþjónum

17. apríl 2015

CERT-ÍS, netöryggissveit PFS hefur sent frá sér viðvörun vegna veikleika í Windows vefþjónum. Þessi veikleiki getur gert árásaraðila tiltölulega auðvelt að valda þjónusturofi þessara vefþjóna, með því að útbúa og senda á þá sérstaklega gerða gagnapakka.

Þessi veikleiki er til staðar í flestum Windows stýrikerfum en ætti ekki að valda vandræðum hjá almennum notendum nema að þeir séu að hýsa vefsíður á internetinu, þ.e. eru með Microsoft IIS vefþjóna.

Af þessum ástæðum mælir CERT-ÍS með að kerfisstjórar og fyrirtæki sem reka Microsoft vefþjóna (IIS) kynni sér upplýsingar og leiðbeiningar um málið á vefsíðu CERT-ÍS.

 

Til baka