Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til samráðs um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu

Tungumál EN
Heim

PFS efnir til samráðs um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu

15. apríl 2015

Þann 10. apríl sl. barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ósk Mílu um samþykki stofnunarinnar fyrir breytingu á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar nýja þjónustu, þ.e. ADSL+ og SHDSL+ tengingar á aðgangsleið 1.

Fram kemur í erindi Mílu að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi óskað eftir að fá að kaupa ADSL+ og SDHSL+ á aðgangsleið 1. Í dag er þessi þjónusta aðeins í boði á aðgangsleið 3 en helsti munurinn á milli aðgangsleiðar 1 og 3 felst í flutningi á IP neti. Með bréfi Mílu fylgdi viðauki 7C við Viðmiðunartilboð um bitastraumsaðgang: „ADSL+ og SHDLS+ á aðgangsleið 1“. Í viðaukanum koma fram verð og skilmálar fyrir þessa þjónustu. PFS hyggst samþykkja erindi Mílu með sérstakri ákvörðun hvað varðar verð og skilmála fyrir framangreindar þjónustur að undangengnu innanlandssamráði og samráði við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).

PFS kallar hér með eftir samráði við hagsmunaaðila um breytingar Mílu viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar ADSL+ og SHDSL+ tengingar á aðgangsleið 1.

Bitastraumsþjónusta Míla fellur undir ákvörðun PFS nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir aðgang að heimtaugum (M4) og bitastraumi (M5). Samkvæmt ákvörðuninni er Mílu óheimilt að hefja veitingu nýrrar heildsöluþjónustu á þessum markaði sem ekki hefur verið birt til kynningar með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara. Míla hefur nú birt tilkynningu um þessa nýju þjónustu á heimasíðu sinni og hyggst bjóða þessa þjónustu frá og með 15. júlí næstkomandi ef ákvörðun PFS samkvæmt þessum ákvörðunardrögum liggur fyrir á þeim tíma.

Hafi markaðsaðilar málefnaleg andmæli fram að færa við verð og skilmála fyrir ADSL+ og SHDLS+ á aðgangsleið 1 skulu athugasemdir berast með pósti eða með tölvupósti til Póst- og fjarskiptastofnunar, stílaðar á Huldu Ástþórsdóttur (hulda(hjá)pfs.is), ekki síðar en 7. maí 2015.

Sjá samráðsskjöl:

Drög að ákvörðun varðandi verð og skilmála fyrir ADSL+ og SHDLS + á aðgangsleið 1

Fylgiskjal I: Viðauki 7C við Viðmiðunartilboð um bitastraumsaðgang, „ADSL+ og SHDLS+ á aðgangsleið 1“.

 

Til baka