Hoppa yfir valmynd

Íslandspóstur hækkar verð á bréfum innan einkaréttar

Tungumál EN
Heim

Íslandspóstur hækkar verð á bréfum innan einkaréttar

24. mars 2015

Íslandspóstur ohf. hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun, með bréfi, dags. 19. mars. sl., um eftirfarandi verðbreytingar innan einkaréttar, sem koma eiga til framkvæmda þann 1. apríl n.k.

Bréf í A flokki: Hækkar úr 145 kr. í 153 kr.
Bréf í B flokki: Hækkar úr 125 kr. í 132 kr.
AM (A magnpóstur): Hækkar úr 107 kr. í 116 kr.
BM (B magnpóstur): Hækkar úr 87 kr. í 96 kr.

Tilkynning Íslandspósts kemur í framhaldi af ákvörðun PFS nr. 2/2015 þar sem niðurstaða stofnunarinnar var að svigrúm Íslandspósts til hækkunar innan einkaréttar, á grundvelli vegins meðaltals, væri allt að 8% miðað við fyrirliggjandi forsendur um magnminnkun og kostnaðarhækkanir. Jafnframt var fyrirtækinu veitt heimild til að leggja fram nýja gjaldskrá miðað við þessar forsendur.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú yfirfarið útreikninga og skýringar sem fylgdu með bréfi Íslandspósts þar sem fyrirtækið fer fram á hækkun á bilinu 5,5% til 10,3 %, eftir því um hvaða flokk er að ræðan innan einkaréttar.

Það er mat Póst- og fjarskiptastofnunar, að sú hækkun sem boðuð er rúmist innan þeirra marka sem sett voru í ofangreindri ákvörðun stofnunarinnar. Stofnunin hefur því með vísan til 6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002 samþykkt hinar boðuðu hækkanir.

 

Til baka