Hoppa yfir valmynd

Kallað eftir samráði um fyrirhugaða gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar

Tungumál EN
Heim

Kallað eftir samráði um fyrirhugaða gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar

9. mars 2015

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á gjaldskrá Mílu ehf. fyrir skammtímasambönd á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína og kallar eftir samráði um gjaldskrána.
Skammtímatengingar hjá Mílu eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða skammtímatengingar vegna sjónvarps, t.d. sýningar af íþróttaleikjum og útsendingar vegna kosninga. Hins vegar er um að ræða skammtímatengingar fyrir farsíma þegar um er að ræða tímabundna aukna bandvíddarþörf t.d. vegna aðstæðna þegar fjöldi fólks safnast saman á litlu svæði. Sem dæmi má nefna útihátíðir, skátamót og hestamannamót.

Gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar byggir á leigulínuverðskrá Mílu. Tekið er tillit til þeirra breytinga sem hafa verið lagðar til á leigulínuverðskránni og fóru í innanlandssamráð þann 23. desember 2014.

PFS gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar. Gjaldskráin í heild sinni er birt í viðauka I við samráðsskjalið hér fyrir neðan.
Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar á frumdrögunum sem stofnunin telur nauðsynlegar munu drögin verða send til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 30. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

Sjá samráðsskjöl:

Drög að ákvörðun PFS: Gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Viðauki I - Gjaldskrá fyrir skammtímatengingar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

 

Til baka