Hoppa yfir valmynd

Framlengdur samráðsfrestur vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.

Tungumál EN
Heim

Framlengdur samráðsfrestur vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.

16. febrúar 2015

PFS hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem stofnunin kallaði eftir þann 23. desember sl. vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaði 14).

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er hér með framlengdur til þriðjudagsins 24. febrúar 2015.

Nánari upplýsingar veitir Guðmann B. Birgisson (gudmann(hjá)pfs.is).

Sjá samráðsskjöl og nánari upplýsingar í tilkynningu um samráðið frá 23. desember sl.
Til baka