Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

23. desember 2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14 skv. eldri tilmælum ESA).

Þessi markaður var síðast greindur með ákvörðun PFS nr. 20/2007. Þá voru Síminn og Míla útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á umræddum markaði. Viðeigandi kvaðir voru lagðar á félögin til að freista þess að leysa úr þeim samkeppnisvandamálum sem greind höfðu verið á umræddum markaði.

Markaður fyrir stofnlínuhluta leigulína er mikilvægur markaður fyrir fjarskiptafyrirtæki þar sem hann nær yfir tengileiðir milli símstöðva og dreifingarstaða, þ.á.m. tengingar á milli landshluta, og geta þetta verið mjög öflugar tengingar. Heildsölumarkaður fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6) var greindur með ákvörðun PFS nr. 8/2014, en sá markaður nær yfir tengileiðir í aðgangsneti á milli símstöðva/hnútpunkta og endanotenda (heimila og fyrirtækja). Míla var útnefnt sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim markaði og viðeigandi kvaðir voru lagðar á félagið til að freista þess að leysa úr greindum samkeppnisvandamálum.

Það er fyrirhuguð niðurstaða PFS að Míla sé enn með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína en Síminn starfar hins vegar ekki lengur á viðkomandi markaði. PFS hyggst því viðhalda kvöðum á Mílu.

Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með þriðjudagsins 17. febrúar 2015.

Nánari upplýsingar veitir Guðmann B. Birgisson (gudmann(hjá)pfs.is).

PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Samráðsskjal:

Frumdrög að greiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14)

Sjá meira um markaðsgreiningar hér á vefnum

 

Til baka