Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS í deilumáli um frágang ljósleiðaralagna innanhúss

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS í deilumáli um frágang ljósleiðaralagna innanhúss

3. desember 2014

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 32/2014 þar sem skorið er úr deilumáli milli Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) vegna frágangs á tengingu ljósleiðara við innanhússlagnir. Míla taldi GR hafa brotið reglur Póst- og fjarskiptastofnunar um innanhússfjarskiptalagnir með því að sjóða strengenda ljósleiðara beint á innanhússlögn í húskassa í stað þess að nota sérstakan tengilista eins og kveðið er á um í reglunum.
GR taldi fyrrnefndar reglur ekki eiga við innanhússlagnir úr ljósleiðara og krafðist þess að PFS vísaði kvörtun Mílu frá.

Í ákvörðun sinni kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að frágangur á tengingum GR á ljósleiðaraendum við innanhússlagnir heyri undir reglur PFS og að GR skuli nota þar til gerða tengilista en megi ekki sjóða ljósleiðaraenda beint á innanhússlögn. 

Sjá ákvörðunina í heild:

Ákvörðunin PFS nr. 32/2014 um frágang innanhússlagna

 

Til baka