Hoppa yfir valmynd

Íslandspóstur fær heimild til að loka póstafgreiðslu í Sandgerði

Tungumál EN
Heim

Íslandspóstur fær heimild til að loka póstafgreiðslu í Sandgerði

2. desember 2014

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslu í Sandgerði.  Í staðinn ætlar Íslandspóstur að nota póstbíll til að sinna þjónustu við íbúa bæjarfélagsins.

Það er mat stofnunarinnar að sú þjónusta sem Íslandspóstur áætlar að komi í stað póstafgreiðslunnar fullnægi gæðakröfum laga um póstþjónustu nr. 19/2002, sem og þeim skyldum sem hvíla á fyrirtækinu sem alþjónustuveitanda.

Nánari forsendur og rökstuðningur eru í ákvörðuninni sjálfri:

Ákvörðun PFS nr. 31/2014 um lokun póstafgreiðslu í Sandgerði (póstnúmer 245)

 

Til baka