Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

19. nóvember 2014

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um gjaldskrá og skilmála Mílu ehf. fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 

Með ákvörðun PFS nr. 13/2014 , dags. 30. júní sl., veitti PFS Mílu heimild til að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en endanleg ákvörðun PFS um skilmála og verð fyrir þjónustuna lægi fyrir. 

Nánar tiltekið er um að ræða breytingar á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar aðgang að VDSL+ fyrirtækjatengingum vegna aðgangsleiða 1 og 3 annars vegar og hins vegar aðgang að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3. Um er að ræða nýja viðauka við umrætt viðmiðunartilboð, þ.e. viðauka 6, 7A og 7B. 

Á tímabilinu 17. september til 8. október sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar VDSL+ fyrirtækjatengingar og lén og tengiskil vegna samtenginga. Athugasemdir bárust frá Hringiðunni ehf. og Snerpu ehf. Gerð er grein fyrir umræddum athugasemdum og viðbrögðum PFS við þeim í fylgiskjali IV með ákvörðunardrögum þessum.

Samkvæmt ákvörðunardrögunum hyggst PFS samþykkja verð og skilmála Mílu ehf. fyrir VDSL+ fyrirtækjatengingar á aðgangsleið 1 og 3. PFS hyggst einnig samþykkja verð og skilmála Mílu ehf. fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga, með þeim breytingum sem kveðið er á um í kafla 5 í ákvörðunardrögunum. 

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun  og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB
Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni. 

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA : 

Á íslensku:
Drög að ákvörðun varðandi verð og skilmála fyrir VDSL+ fyrirtækjatengingar og lén og tengiskil vegna samtenginga
Fylgiskjal I: Viðauki 6: Samtengingar internetþjónustuaðila við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3, eins og hann var birtur í innanlandssamráði
Fylgiskjal II: Viðauki 7a: VDSL+ á Aðgangsleið 3, eins og hann var birtur í innanlandssamráði
Fylgiskjal III: Viðauki 7b: VDSL+ á Aðgangsleið 1, eins og hann var birtur í innanlandssamráði
Fylgiskjal IV: Niðurstöður úr samráði PFS um drög að ákvörðun varðandi verð og skilmála fyrir VDSL+ fyrirtækjatengingar og lén og tengiskil vegna samtenginga

Á ensku
Draft decision on tariff and conditions for VDSL+ corporate connections, domain and ports for interconnection
Accompanying Document I: Appendix 6: Interconnection of Internet service providers to Mila xDSL and GPON systems for Access Option 3, as it was published in the national consultation
Accompanying Document II: Appendix 7a: VDSL+ in Access Option 3, as it was published in the national consultation
Accompanying Document III: Appendix 7b: VDSL+ in Access Option 1, as it was published in the national consultation
Accompanying Document IV: Conclusions from PTA consultation on Draft Decision on tariff and conditions for VDSL+ corporate connections, domains and ports for interconnection

Til baka