Hoppa yfir valmynd

Kallað eftir samráði við hagsmunaaðila um úthlutun númera og kóða fyrir samskipti milli tækja

Tungumál EN
Heim

Kallað eftir samráði við hagsmunaaðila um úthlutun númera og kóða fyrir samskipti milli tækja

8. september 2014

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um úthlutun númera og kóða fyrir samskipti milli tækja.

Samskipti milli tækja/hluta, eru samskiptalausnir sem hafa verið til síðan hliðræn mótöld komu á markaðinn og milljónir lyfta, viðvörunarkerfa, sjálfsala, og faxtækja fóru að nýta fjarskiptakerfi til að koma skilboðum milli tækja. TíT vísar til tækja sem leyfa bæði þráðlausum og fastanets kerfum að hafa samskipti við önnur tæki af svipuðum toga og er talin óaðskiljanlegur hluti þess sem nefnt hefur verið internet hlutanna (e. Internet of Things [IoT]). TíT samskipti fara hratt vaxandi m.a vegna næstu kynslóðar fjarskiptakerfa og lækkunar kostnaðar í farsíma- og farnetskerfum.

Úthlutun númera og kóða fyrir TíT samskipti hefur verið rædd á alþjóðlegum vettvangi m.a. WG NAN, sem er hópur sérfræðinga frá eftirlitsstofnum í Evrópu (CEPT).

Árið 2010, kom út skýrsla ECC (European Communications Committee) um TíT þar sem metnir voru nokkrir veigamiklir þættir um TíT þjónustuna. Í framhaldi af skýrslunni setti ECC árið 2011 fram tilmæli varðandi þessa þjónustu.

Á Íslandi hefur TÍT þjónusta hingað til notað hefðbundin fastlínu/farsímanúmer en með fyrirsjáanlega þróun í slíkri þjónustu í huga vill PFS skilgreina sérstakar númeraraðir fyrir þjónustuna enda er vitað um áhuga nokkurra aðila fyrir TíT þjónustu.

Í samráðsskjalinu sem hér fylgir eru settar fram þrjár tillögur PFS um tilhögun á úthlutunum númera/kóða fyrir þessa þjónustu.

Umsagnir skulu berast til PFS með pósti eða tölvupósti stílaðar á Bjarna Sigurðsson, (bjarni(hjá)pfs.is ). Frestur til að skila umsögnum um samráðsskjalið er til og með 22. september nk.


Sjá nánar í samráðsskjali PFS:

Opið samráð um númer fyrir samskipti milli hluta (véla/tækja)

Nánari upplýsingar:

Tilmæli ECC frá 2011
Skýrsla ECC frá 2010

Til baka