Hoppa yfir valmynd

PFS heimilar Íslandspósti að loka póstafgreiðslu í Garði

Tungumál EN
Heim

PFS heimilar Íslandspósti að loka póstafgreiðslu í Garði

27. júní 2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 12/2014 þar sem stofnunin samþykkir beiðni Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslu sinni í Garði.  Felst breytingin í því að í stað afgreiðslunnar mun póstbíll frá fyrirtækinu sjá um að taka við póstsendingum íbúa og fyrirtækja í Garði. Engin breyting er boðuð varðandi útburð pósts á svæðinu.

Er það mat stofnunarinnar að sú þjónusta fullnægi gæðakröfum laga um póstþjónustu nr. 19/2002, sem og þeim skyldum sem hvíla á fyrirtækinu sem alþjónustuveitanda.

Sjá ákvörðunina í heild:

Ákvörðun PFS nr.12/2014 um lokun póstafgreiðslu á Suðureyri (póstnúmer 250)

Til baka