Hoppa yfir valmynd

PFS heimilar hækkun á heilsöluverðum Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)

Tungumál EN
Heim

PFS heimilar hækkun á heilsöluverðum Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)

3. júní 2014

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú ákvörðun sína nr. 11/2014 varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Með ákvörðuninni samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu ehf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni.

Kostnaðargreiningin nær til hýsingar í húsum og möstrum. Leiga á aðstöðu í húsum er í samræmi við ákvörðun PFS nr. 41/2010 varðandi kostnaðargreiningu Mílu á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Í samræmi við þá ákvörðun var fyrirkomulagi við ákvörðun á leigu í möstrum endurskoðað og er nú leigueiningum skipt í fjóra flokka eftir stærð þeirra í fermetrum og staðsetningu í mastri. PFS samþykkir niðurstöðu Mílu hvað varðar breytingu á forsendum og aðferðarfræði vegna gjaldskrár fyrir leigu í möstrum.

Í heild er reiknað með að leigutekjur Mílu vegna húsa hækki um 8,1% og að leigutekjur vegna mastra hækki um 8,6% miðað við tekjur samkvæmt núverandi gjaldskrá. Verðskrána má finna í heild sinni í viðauka I við ákvörðun PFS (sjá neðar).

Verðskrá Mílu ehf. tekur gildi í dag, 3. júní 2014.

Frumdrög að ákvörðun voru lögð fyrir hagsmunaaðila til samráðs á hér á vef stofnunarinnar þann 28. janúar 2014. Athugasemdir bárust frá Fjarskipti hf., Alþýðusambandi Íslands og Fjarskiptasjóði. Í viðauka II (sjá neðar) er að finna samantekt þeirra athugasemda sem bárust í innanlandssamráðinu og niðurstöður vegna þess.

Drög að ákvörðuninni, voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 29. apríl sl. Athugasemdir ESA hafa nú borist gerði stofnunin ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrög PFS. Athugasemdir ESA má finna í viðauka III (sjá skjölin hér fyrir neðan).

Sjá ákvörðun PFS ásamt viðaukum:

Ákvörðun PFS nr. 11/2014 - varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)

Viðauki I - Gjaldskrá vegna aðstöðuleigu búnaðar í húsum og möstrum

Viðauki II - Niðurstöður úr samráði við hagsmunaaðila

Viðauki III - Álit ESA

Til baka