Hoppa yfir valmynd

Framlengdur frestur til að skila umsögnum í samráði um endurskoðun á alþjónustu

Tungumál EN
Heim

Framlengdur frestur til að skila umsögnum í samráði um endurskoðun á alþjónustu

9. desember 2013

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem auglýst var þann 22. nóvember sl. um endurskoðun á alþjónustu. Snýst samráðið um þá fyrirætlan stofnunarinnar að útnefna ekki fjarskiptafyrirtæki með alþjónustuskyldur að því er varðar talsímaþjónustu, gagnaflutningsþjónustu, og rekstur almenningssíma.

Jafnframt stendur til að viðhalda tímabundið núverandi kvöð á Mílu um skyldu til að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið á meðan unnið er að heildarendurskoðun þeirrar kvaðar sem í dag hvílir á Mílu. PFS áætlar að birta umræðuskjal þar að lútandi fyrir lok ársins.

Frestur til að skila inn umsögnum varðandi samráðsskjalið hér fyrir neðan hefur verið framlengdur til 13. desember nk.

Samráðsskjal Póst- og fjarskiptastofnunar um endurskoðun alþjónustu (PDF)

Allar umsagnir munu verða birtar á heimasíðu PFS.

Til baka