Hoppa yfir valmynd

Tölfræðiskýrsla PFS um íslenskan fjarskiptamarkað á fyrri helmingi ársins 2013 komin út

Tungumál EN
Heim

Tölfræðiskýrsla PFS um íslenskan fjarskiptamarkað á fyrri helmingi ársins 2013 komin út

14. nóvember 2013

Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2013 og tölulegan samanburð við stöðuna á fyrri hluta áranna á undan. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.

Nokkrir mikilvægir þættir tölfræðigagnanna eru settir fram á myndrænan og aðgengilegan hátt á Mælaborði fjarskiptamarkaðarins hér á vefnum (sjá flipann yfir fyrstu 6 mánuði ársins). Þar er hægt að velja einstaka þætti úr gögnunum og skoða sérstaklega eða bera saman við aðra. Mælaborðið er unnið í samstarfi við fyrirtækið DataMarket sem sérhæfir sig í slíkri framsetningu tölfræðigagna.

Sjá tölfræðiskýrsluna í heild:
Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2013 (PDF, útg.2)

Á tölfræðihluta vefs PFS má nálgast eldri tölfræðskýrslur (PDF skjöl) og bakgrunnsupplýsingar (töflur og myndir) í Excel skjölum.

Til baka