Hoppa yfir valmynd

Undirritun árangursstjórnunarsamnings milli PFS og innanríkisráðuneytis

Tungumál EN
Heim

Undirritun árangursstjórnunarsamnings milli PFS og innanríkisráðuneytis

7. nóvember 2013

Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, heimsótti Póst- og fjarskiptastofnun í dag, 7. nóvember, og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Við það tækifæri var undirritaður nýr árangursstjórnunarsamningur milli stofnunarinnar og ráðuneytisins sem gildir í fjögur ár.

Helstu áherslur samningsins snúa að innleiðingu þeirra markmiða sem sett eru fram í fjarskiptaáætlun stjórnvalda sem samþykkt var á Alþingi í nóvember á síðasta ári. Þar ber hæst markmið um aðgengi að háhraða fjarskiptaþjónustu, uppbyggingu og endurnýjun fjarskiptainnviða, hagkvæmt verð á fjarskiptaþjónustu til neytenda og netöryggismál. Í samningnum er auk þess fjallað um þau markmið sem stofnunin setur sér varðandi innri starfsemi sína.

Árangursstjórnunarsamningur PFS og innanríkisráðuneytisins (PDF)

Hér fyrir neðan má sjá þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Hrafnkel V. Gíslason forstjóra PFS við undirritun samningsins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS undirrita árangursstjórnunarsamning 

Til baka