Hoppa yfir valmynd

Verðlækkun 1. júlí á notkun farsíma og netlykla milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins

Tungumál EN
Heim

Verðlækkun 1. júlí á notkun farsíma og netlykla milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins

19. júní 2013

Þann 1. júlí nk. lækkar verð á notkun farsíma/netlykla milli landa innan Evrópu samkvæmt reglugerð ESB um verðþök á notkun farsíma og netlykla innan sambandsins.  Íslenskir neytendur njóta góðs af reglugerðinni þar sem hún tekur einnig gildi hér í gegn um EES samninginn. Þannig gildir reglugerðin á evrópska efnahagssvæðinu öllu, þ.e. innan ESB og á Íslandi, í Noregi og Lichtenstein. Reglugerðin gildir ekki utan þessara landa.

Verðþökin gilda um símtöl, skilaboð og netnotkun á evrópska efnahagssvæðinu.  Skv. þeim er  fjarskiptafyrirtækjum skylt að láta viðskiptavini sína á ferð í þessum löndum vita, þegar þeir hafa notað 80% af mánaðarlegum hámarkskostnaði fyrir gagnanotkun, sem er 50€.  Fyrirtækið skal loka á gagnanotkun í símann/netlykilinn þegar hámarkinu er náð, nema viðskiptavinurinn biðji sérstaklega um annað.

Þegar notandi tengist fjarskiptafyrirtæki í öðru landi en sínu eigin innan evrópska efnahagssvæðisins skal viðkomandi fyriræki senda honum tilkynningu, eða svonefnd sjálfvirk skilaboð, um að hann sé að nota reikiþjónustu og grunnupplýsingar um gjöld fyrir veitingu þjónustunnar.

Ný hámarksverð sem taka gildi þann 1. júlí 2013 eru:

Að hringja Að svara Sent SMS Móttaka SMS Gagnamagn
47,63 kr./mín. 13,89  kr./mín.

15,87 kr./mín.

frítt

89,30
kr./MB

ESB setti fyrst reglugerð um verðþök á farsímtöl milli landa í Evrópusumarið 2007 þegar ljóst þótti að verðsamkeppni var ekki nægileg á þessum markaði og verð fylgdu ekki almennum lækkunum á verðum símtala í farsíma innan landanna. Reglugerðin tók gildi á Íslandi gegnum EES samninginn en talsverðan tíma tók að innleiða hana hér á landi þar að sem til þess þurfti að breyta lögum. Þessi reglugerð tók því gildi hér haustið 2008 og gilti til sumarsins 2009, en þá tók gildi ný reglugerð og var hún fljótlega innleidd hér. Sú reglugerð var í gildi þar til 30. júní 2012.  Þriðja reglugerðin er nú í gildi og verður til 30. júní 2017. Með henni bættist við hámark á verði gagnamagns sem sótt er í reiki.

Verðþökin í evrum skv. reglum ESB:

  Að hringja Að svara Sent SMS Móttaka SMS Gagnamagn
Sumarið 2009 0,43 €/mín 0,19 €/mín

0,11 €/mín

frítt

-

Sumarið 2010 0,39 €/mín 0,15 €/mín 0,11 €/mín frítt -
Sumarið 2011 0,35 €/mín 0,11 €/mín 0,11 €/mín frítt -
Sumarið 2012 0,29 €/mín 0,08 €/mín 0,09 €/mín frítt 0,70 €/MB
Sumarið 2013 0,24 €/mín 0,07 €/mín 0,08 €/mín frítt 0,45 €/MB
Sumarið 2014 0,19 €/mín 0,05 €/mín 0,06 €/mín frítt 0,20 €/MB

Verðin sem sett verða 2014 verða í gildi sem hámarksverð á reiki út gildistíma reglugerðarinnar eða til 30. júní 2017
 

Verðupphæðirnar eru reiknaðar yfir í íslenskar krónur samkvæmt gengi hvers árs og gilda í eitt ár.  Hámarksverð er þannig fest í íslenskum krónum í eitt ár í senn. (Miðað er við meðaltal miðgengis dagana 1. mars, 1. apríl og 1. maí hvers árs).

 

Til samanburðar við verð sem taka gildi nú 1. júlí má skoða hámarksverð  eins og þau hafa verið skv. reglugerðum ESB undanfarin tvö ár, í íslenskum krónum að viðbættum virðisaukaskatti:
 

  Að hringja Að svara Sent SMS Móttaka SMS Gagnamagn  
Sumarið 2011 72,52 kr./mín. 22,79 kr./mín.

22,79 kr./mín.

frítt

-

Sumarið 2012 60,90 kr./mín.  16,80 kr./mín. 18,90 kr./mín. frítt  147,02 kr./MB
1. júlí 2013 47,63 kr./mín. 13,89  kr./mín.

15,87 kr./mín.

frítt

89,30 kr./MB

Sjá upplýsingar um reglurnar og verðþökin á vef ESB

Sjá einnig reglugerð ESB Nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum (PDF, á íslensku)

Almennt um notkun farsíma og 3G í útlöndum á vef PFS

 

Til baka