Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum

5. október 2009

PFS hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum, skv. tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í nóvember 2008.  (Um er að ræða markað 16 skv. eldri tilmælum).
Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér liggja fyrir sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað er í númer skjalsins og þá liði sem um ræðir.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 2. nóvember 2009.

Nánari upplýsingar veita Guðmann Bragi Birgisson, netfang: gudmann(hjá)pfs.is og Óskar Hafliði Ragnarsson, netfang: oskarh(hjá)pfs.is

PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Sjá samráðsskjal: Frumdrög að greiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. (Markaður 7) (PDF)

 

Sjá nánar um markaðsgreiningu hér á vefnum.

 

 

Til baka