Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS nr. 29/2008

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS nr. 29/2008

26. maí 2009

Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu Símans hf. um að nefndin felli úr gildi útnefningu fyrirtækisins með umtalsverðan markaðsstyrk á markaði 10 (heildsölumarkaður fyrir flutning símtala í föstum almennum talsímanetum) og þær kvaðir sem lagðar voru á fyrirtækið í framhaldi af markaðsgreiningu á þessum markaði.

Í ákvörðun PFS nr. 29/2008 frá 4. desember sl. er Síminn hf. útnefndur með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði og tilgreindar kvaðir lagðar á fyrirtækið í framhaldi af því.

Síminn hf. byggði kæru sína til útskurðarnefndar á því að þau tilmæli ESA (e. recommendation) sem PFS byggði á við ákvörðun sína hefðu verið úr gildi fallin þegar ákvörðun var tekin. Úrskurðarnefnd hafnaði kröfum kæranda og staðfesti hina kærðu ákvörðun PFS.

Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta og póstmála nr. 1/2009 (PDF)

Ákvörðun PFS nr. 29/2008

 

 

Til baka