Hoppa yfir valmynd

Samantekt umsagna vegna NMT tíðnisviðsins

Tungumál EN
Heim

Samantekt umsagna vegna NMT tíðnisviðsins

15. janúar 2009

Þann 18. desember 2008 birti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) umræðuskjal um NMT – 450 tíðnisviðsins á Íslandi. Tíðnisviðinu hafði verið úthlutað til Nordisk Mobil Ísland en leyfið hefur nú verið afturkallað þar sem ekki var staðið við þau skilyrði sem sett voru í leyfinu.

Helstu markmið PFS með umræðuskjalinu voru eftirfarandi:

  • Að kanna áhuga á uppsetningu og rekstri á langdrægri stafrænni farsímaþjónustu á þessu tíðnisviði
  • Gefa áhugasömum möguleika á að fá úthlutað tíðni á NMT – 450 MHz tíðnisviðinu til tímabundinna prófana árið 2009

Einnig lýsti PFS ætlun sinni að framlengja núverandi tíðniheimild til 1. september 2009 og var þar vísað  til almannahagsmuna og öryggissjónarmiða þar sem ekki hefðu fengist óyggjandi staðfestingar frá rekstraraðilum annarra farsímakerfa um dekkun NMT  þjónustusvæðisins.

Óskað var eftir umsögnum hagsmunaaðlila í síðasta lagi 31. desember 2008 en sá frestur var síðan framlengdur til 9. janúar 2009.

Umsagnir hagsmunaaðila
Eftirfarandi aðilar sendu inn umsögn um umræðuskjalið:
Hringiðan ehf, IceCell ehf, Nova ehf, Og fjarskipti ehf, Síminn hf. Þá barst einnig viljayfirlýsing frá einum aðila sem hefur áhuga á að byggja upp stafrænt háhraða farsímanet á tíðnisviðinu. Síminn hf. hafði þá einnig sent inn umsókn um framlengingu núverandi tíðniheimildar til 31. desember 2010.

Niðurstaða
Það er niðurstaða PFS að framlengja NMT – 450 MHz leyfið til Símans til 31. desember 2009 með hugsanlegri framlengingu eftir það. Í ljósi þeirrar óvissu um skerðingu á útbreiðslu langdrægrar farsímaþjónustu á stórum svæðum á hálendinu og á miðunum er það mat PFS að Síminn og aðrir hagsmunaaðilar verði að leggja fram ítarlegri gögn um þéttleika útbreiðslu 3G og GSM. Á grundvelli slíkra gagna mun PFS taka ákvörðun um það hvort þörf sé á frekari framlengingu NMT tíðniheimildar Símans. Þurfa slík gögn að liggja fyrir eigi síðar en 30. september 2009.

Notkun NMT 450 tíðnisviðsins á Íslandi - Samantekt umsagna vegna umræðuskjals í desember 2008 og janúar 2009

 

 

Til baka