Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS um fjárhagslegan aðskilnað milli Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS um fjárhagslegan aðskilnað milli Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur

9. janúar 2009

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 32/2008 um fjárhagslegan aðskilnað milli Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur.

Forsaga málsins er sú að þann 13. nóvember árið 2006 birti PFS ákvörðun þar sem OR var gert skylt að skilja fjarskiptastarfsemi sína fjárhagslega frá annarri og sérleyfisbundinni starfsemi félagsins.  Í kjölfar ákvörðunar PFS stofnaði OR dótturfélagið Gagnaveitu Reykjavíkur um fjarskiptastarfsemi sína.

PFS hefur nú gert úttekt á framkvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar fyrirtækjana og birtir niðurstöðu sína með ákvörðun 32/2008.

Niðurstaða PFS er að framkvæmd á fjárhagslegum aðskilnaði á fjarskiptastarfsemi OR, sem rekin er í dótturfélaginu GR, frá annarri og sérleyfisbundinni starfsemi félagsins, sé að mestu leyti fullnægjandi. Hins vegar er það jafnframt niðurstaða stofnunarinnar að GR verði að grípa til ákveðinna aðgerða til að auka gegnsæi hins fjárhagslega aðskilnaðar og jafna tiltekinn aðstöðumun varðandi lánakjör. Annars vegar með því að GR skili inn ársreikningi eins og stærð og umsvif OR gefur tilefni til, þ.e. nýti sér ekki undanþáguákvæði um samandregna ársreikninga, og hins vegar með því að færa lánakjör í lánasamningi sínum við OR til samræmis við það sem almennt tíðkast um fjármögnun á fjarskiptamarkaði.

Ákvörðun nr. 32/2008 um um fjárhagslegan aðskilnað milli Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur (PDF)

Viðauki við ákvörðun 32/2008 (PDF)

Sjá einnig:
Ákvörðun PFS um fjárhagslegan aðskilnað fjarskiptastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur frá 13. nóvember 2006 (PDF)

 

 

Til baka