Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd fellir úr gildi ákvörðun PFS um afturköllun tíðniréttinda Mílu

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd fellir úr gildi ákvörðun PFS um afturköllun tíðniréttinda Mílu

5. janúar 2009

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi ákvörðun PFS nr. 10/2008 um að afturkalla tiltekin tíðniréttindi Mílu fyrir fastasambönd. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að 12. gr. fjarskiptalaga hefði ekki að geyma fullnægjandi heimild til slíkrar skerðingar á úthlutuðum réttindum. Þá vísaði nefndin frá varakröfu PFS um að stofnunin hefði heimild til að færa umrædd fastasambönd úr stað í tíðnirófinu. Gerði nefndin ekki athugasemd við þá túlkun PFS á 12. gr. að hún fæli í sér rétt til slíkrar breytingar en taldi þær upplýsingar sem fram komu í greinargerð ekki nægja til þess að unnt væri að taka frumákvörðun um úthlutun tíðnisviðs. 

Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta og póstmála nr. 6/2008 (PDF) - 30.desember 2008

Ákvörðun PFS nr. 10/2008 (PDF) - 9. maí 2008

 

Til baka