Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á markaði 18

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á markaði 18

6. nóvember 2008

Þann 4. nóvember 2008 sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir útsendingarþjónustu fyrir útvarpsþjónustu til notenda (markaður 18).

PFS telur eðlilegt að skilgreina fimm mismunandi þjónustumarkaði fyrir útsendingarþjónustu fyrir útvarpsþjónustu til notenda, sbr. neðangreint:

 1. Útsendingarþjónusta fyrir hliðrænt hljóðvarp á þráðlausum netum.
 2. Útsendingarþjónusta fyrir hliðrænt sjónvarp á þráðlausum netum.
 3. Útsendingarþjónusta fyrir stafrænt hljóðvarp og sjónvarp á þráðlausum netum.
 4. Útsendingarþjónusta fyrir stafrænt hljóðvarp og sjónvarp á fastanetum.
 5. Útsendingarþjónusta fyrir starfrænt hljóðvarp og sjónvarp um gervihnött.

PFS telur að síðastgreindur markaður, útsendingarþjónusta um gervihnött, sé millilandamarkaður sem ekki sé á valdi PFS að taka til greiningar. PFS tók hina fjóra þjónustumarkaðina til skoðunar með það fyrir augum að leiða í ljós hvort þeir uppfylltu skilyrði þess að til greina kæmi að leggja fyrirfram (ex ante) kvaðir á fyrirtæki á þeim mörkuðum. Til að það sé heimilt þurfa viðkomandi markaði að uppfylla þrjú skilyrði (e. three critera test). Skilyrðin eru eftirfarandi:

 1. Hindranir eru á því að komast inn á markaðinn
 2. Markaðurinn hefur ekki eiginleika til að þar sé virk samkeppni
 3. Almennar samkeppnisreglur duga ekki til að afnema hindranir eða efla samkeppni

Niðurstaða PFS var á þá leið að ofangreindir fjórir markaðir fyrir útsendingarþjónustu uppfylltu ekki ofangreind þrjú skilyrði svo að til greina komi að leggja fyrirfram kvaðir á fyrirtæki á viðkomandi mörkuðum. Þar af leiðandi hyggst PFS ekki útnefna neitt fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum. Þar sem ekkert fyrirtæki er útnefnt með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum verða engar kvaðir lagðar á þau.

Drög að ákvörðun um markað 18 voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun.  ESA og aðrar eftirlitsstofnanir EES hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun um markað 18 nema fram komi óskir hjá ESA um að draga ákvörðunardrögin til baka.

    Til baka