Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á mörkuðum 1-6

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á mörkuðum 1-6

5. nóvember 2008

Þann 3. nóvember s.l. sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á eftirfarandi smásölumörkuðum:

  • Smásölumarkaður fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili (markaður 1)
  • Smásölumarkaður fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir fyrirtæki (markaður 2)
  • Smásölumarkaður fyrir almenna innanlands talsímaþjónustu á fastaneti fyrir heimili (markaður 3)
  • Smásölumarkaður fyrir almenna millilanda talsímaþjónustu á fastaneti fyrir heimili (markaður 4)
  • Smásölumarkaður fyrir almenna innanlands talsímaþjónustu á fastaneti fyrir fyrirtæki (markaður 5)
  • Smásölumarkaður fyrir almenna millilanda talsímaþjónustu á fastaneti fyrir fyrirtæki (markaður 6)

PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum sex mörkuðunum og hyggst útnefna félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim.

Drög að ákvörðun um markaði 1-6 voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. ESA og aðrar eftirlitsstofnanir EES hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun um markaði 1-6 nema fram komi óskir hjá ESA um að draga ákvörðunardrögin til baka.

Sjá nánar hér á vefnum:

 

 

Til baka