Hoppa yfir valmynd

Niðurstöður PFS um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins

Tungumál EN
Heim

Niðurstöður PFS um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins

28. ágúst 2008

Að loknu samráði við hagsmunaaðila hefur Póst- og fjarskiptastofnun tekið ákvörðun um hvernig haga skuli framtíðarnýtingu GSM 900 tíðnisviðsins á Íslandi.  Þetta er annað af þeim tíðnisviðum sem er notað fyrir GSM farsímaþjónustu á Íslandi og það sem mest er notað. 

Ör þróun og miklar breytingar á farsímamarkaði um þessar mundir er ein af ástæðum þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) taldi sérstaka ástæðu til þess að flýta stefnumótun og taka ákvörðun um framtíðarnýtingu GSM 900 tíðnisviðsins á Íslandi.

Helstu markmið PFS varðandi framtíðarnýtingu GSM 900 tíðnisviðsins eru:

i)  Að raska ekki grundvelli áframhaldandi hagkvæms rekstrar núverandi GSM 900 farsímakerfa.
ii) Að jafna aðstöðu núverandi 3G tíðnirétthafa á GSM 900 tíðnisviðinu.
iii) Að jafna aðstöðu núverandi tíðnirétthafa á GSM 900 tíðnisviðinu.
iv) Að opna leið fyrir aðra, t.d. núverandi GSM 1800 tíðnirétthafa, til þess að fá tíðniheimildir á GSM 900 tíðnisviðinu.

Þar sem miklir hagsmunir eru í húfi tók PFS saman ýmsa þætti varðandi GSM 900 tíðnisviðið í umræðuskjali sem sent var hagsmunaaðilum til umsagnar þann 5. maí sl. Frestur til að skila athugasemdum og umsögnum var til 27. maí sl.

Helstu niðurstöður PFS að loknu samráði:

  • Úthluta strax og án útboðs til Nova 2x5 MHz af E-GSM tíðnisviðinu (Extension bandið, nú ónotað). Gildistími til 30.3.2022  til samræmis við 3G-tíðniheimild fyrirtækisins.
  • Gefa Símanum kost á að fá úthlutað strax og án útboðs 2x1 MHz (áður notað fyrir þráðlausa síma, CT1). Heildartíðnisvið Símans yrði þá 2x15 MHz. Gildistími til 14.2.2011.
  • Gefa Vodafone kost á að fá úthlutað strax og án útboðs 2x5 MHz af GSM-E tíðnisviðinu (nú ónotað). Alls hefði fyrirtækið þá 2x15 MHz til ráðstöfunar, hið sama og Síminn. Gildistími til 14.2.2011.
  • Engin skerðing á núverandi tíðniheimildum Símans fyrr en í fyrsta lagi 14.2.2011, þegar allar GSM900 tíðniheimildir renna út.

Framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins. Heildarniðurstöður PFS og samantekt á umsögnum (PDF)

Sjá einnig frétt á vef PFS frá 5. maí sl. þar sem lesa má samráðsskjalið og þau gögn sem vísað er til í skjalinu.

 

Til baka