Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd: PFS heimilt að birta tölfræðiupplýsingar

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd: PFS heimilt að birta tölfræðiupplýsingar

30. maí 2008

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum í dag staðfest ákvörðun PFS frá því í janúar um að birta með reglulegum hætti tilteknar tölfræðiupplýsingar um fjarskiptamarkaðinn á Íslandi. Tekur nefndin fram að PFS sé falið ákveðið mat á því hvaða upplýsingar skuli birtar, í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar, önnur lög og alþjóðasáttmála, góða stjórnsýsluhætti og eðli máls.

Söfnun tölfræðiupplýsinga um íslenskan fjarskiptamarkað er mikilvægur þáttur í starfi PFS sem telur eðlilegt að hluti þessara upplýsinga sé birtur opinberlega til þess að auka gegnsæi markaðarins og aðgengi markaðsaðila og neytenda að upplýsingum.

Að kröfu Og fjarskipta ehf. tók Póst- og fjarskiptastofnun kæranlega ákvörðun um fyrirætlun sína um birtingu slíkra upplýsinga. Áður hafði fyrirtækið óskað eftir því að PFS birti ekki neinar tölfræðiupplýsingar sem ekki hafa áður birst þar sem Og fjarskipti ehf. töldu nauðsynlegt að farið yrði leynt með tilteknar tölfræðiupplýsingar sem stofnunin hafði áður aflað.

Og fjarskipti ehf kærðu ákvörðun PFS til úrskurðarnefndar sem nú hefur staðfest hana.  PFS mun því innan tíðar birta tölfræðiskýrslu um stöðu íslenska fjarskiptamarkaðarins.

Ákvörðun PFS nr. 1/2008 um birtingu tölfræðiupplýsinga um fjarskiptamarkaðinn  - 11.janúar 2008 (PDF)

Úrskurður úrskurðarnefndar nr. 2/2008 - Og fjarskipti ehf gegn Póst- og fjarskiptastofnun - 30.maí 2008 (PDF)

 

 

Til baka